Baðherbergi - Fyrir og eftir
Nýjir litir geta gert mikið fyrir baðherbergið þitt
Ef baðherbergið þitt er orðið þreytt og þarf á upplyftingu að halda er ódýr og fljótleg leið að fríska upp á það með málningu. Sérstaklega ef þú þorir að velja nýja, ferska liti og lakka jafnvel innréttingar og karma. Hér förum við yfir efnin sem til þarf og hvernig best er að bera sig að.
Baðherbergi - Fyrir og eftir
Svona er ferlið
- Áður en hafist er handa er gott að byrja á að gera sér hugmynd um hvaða fleti hentar að mála. Það má með tiltölulega einföldum aðferðum mála gluggakarma, innréttingar, hurðir og veggi sem eru utan við blaut svæði (inni í sturtu / baðkar).
- Veldu þér lit sem hentar rýminu og gerir því hátt undir höfði. Hér eru veggirnir málaðir með litnum “Seacliff”. Ef þú ert óviss með litaval eða litasamsetningu þá getur reynst vel að taka mynd af rýminu og hafa hana meðferðis í næstu verslun Flügger lita. Þannig getur fagfólkið okkar aðstoðað þig betur við litavalið.
- Mikilvægt er að þrífa vel með Fluren 37 hreinsiefni áður en hafist er handa við að mála. Gerið við skemmdir í veggjum, t.d. naglagöt o.þ.h. með Easy Filler. Góð þrif og undirvinna eru lykilforsenda þess að lokaútkoman standist væntingar.
- Hyljið kanta og brúnir sem ekki á að mála með málningarlímbandi. Byrjið á veggjum, og endið á innréttingum og körmum.
- Að lokinni undirvinnunni er komið að því að mála tvær umferðir á veggina.
- Í dæminu hér að ofan voru gluggakarmar og skápahurðar pússaðar og hreinsaðar fyrir lökkun til að tryggja betri viðloðun. Það borgar sig að gefa sér góðan tíma í undirvinnuna, sú vinna skilar sér í flottari útkomu.
- Þegar veggurinn er orðinn alveg þurr, er óhætt að verja þau svæði sem eru næst innréttingum og körmum sem á að lakka, með málningarlímbandi. Áður en þú lakkar skaltu laga skemmdir með Easy Filler, og grunna eftir þörfum. Að því loknu er allt klárt í að lakka eina til tvær umferðir.
Innkaupalisti fyrir þetta verkefni
Fluren 37 hreinsiefni, 1LVotrýmismálning (Litur: IN-771 Seacliff), 3L
Interior Fix Primer, 0,75L
Interior High Finish 50, hvítt, 0,75L
Easy Filler, 150 ml.
Vinkilpensill Super Finish 1834, 50mm
Quick handfang, 24 cm
Maxlon rúlla, 24 cm
Málningarlímband, 36 mm, 50m
Vörslupappír fyrir gólf
Málningarbakki, 24 cm
Sandpappír 120 / 180